KA búið að vinna sér sæti í A-deild í 3. flokki karla

Með öruggum 8-0 sigri á ÍR á KA-vellinum í dag í B-deildinni í 3. flokki karla hefur KA nú unnið sér sæti í A-deildinni í 3. flokki á næsta ári. Þessi sigur í dag þýðir að KA verður aldrei neðar en í öðru sæti í B-deildinni þegar einn leikur er eftir - gegn Þrótti R á Akureyrarvelli nk. sunnudag. Víkingur R er hins vegar í efsta sæti í deildinni, stigi á undan KA, á eftir að spila gegn Breiðabliki 2 á mánudag. Efsta sætið í B-deild þýðir sæti í úrslitakeppni 3. fl. kk. Leikmönnum og þjálfurum 3. fl. kk eru sendar hamingjuóskir með frábært gengi í sumar og sæti í A-deild Íslandsmótsins næsta sumar.