Dagskrá:
Kl. 11-14 - Skráning iðkenda í yngri flokkunum í knattspyrnu og innheimta æfingagjalda fyrir sumarið.
Kl. 11-11.45 - Grétar Rafn Steinsson, knattspyrnumaður í Bolton, verður á svæðinu og kynnir Knattspyrnuskóla Grétars Rafns, sem
verður með námskeið á KA-svæðinu 9. til 13. júní nk.
Kl. 13 - Leikmenn í meistaraflokki KA í knattspyrnu með Dínó þjálfara í broddi fylkingar bregða á leik með
krökkunum á KA-svæðinu.
Yngriflokkastarfið verður með til sölu KA-æfingapeysur, KA-brúsa, KA-húfur, KA-buff o.fl.
Toppmenn & Sport verða á staðnum með tilboð á KA-vörum og ýmsum öðrum vörum.
Boðið verður upp á veitingar fyrir unga sem aldna.