KA drengir stóðu sig með prýði á Nikulás

Elvar markvörður 7.flokks í harðri baráttu á Nikulás. Mynd: Pedro
Elvar markvörður 7.flokks í harðri baráttu á Nikulás. Mynd: Pedro
Um helgina fór fram árlegt Nikulásarmót á Ólafsfirði. KA átti 6 lið í mótinu, 4 frá 7.flokki og 2 frá 6.flokki. Veður var eins og best verður ákosið í Ólafsfirði, ískuldi og norðanátt. En veðrið skipti engu því það var fótboltinn sem var í fyrirrúmi. Strákarnir allir sem einn stóðu sig með prýði og voru félaginu til sóma innan vallar sem utan. Einn bikar kom heim með 7.flokki,  en C-1 lið þeirra sigraði mótið með yfirburðum en þeir unnu 10 leiki af 11, C-2 sama flokks stóðu sig einnig frábærlega og enduðu í 5.sæti af 12 liðum.

Erfiðast var á B-liði 7.flokks en þeir léku nánast einungist gegn A-liðum og gekk því erfðilega að sigra, en það er ekki sigur sem skiptir höfuð máli, strákarnir reyndu allt hvað þeir gátu og lögðu sig 110% sem skiptir höfuð máli og þeir skemmtu sér frábærlega.

A-lið 7.flokks gekk vel fyrri part móts en töpuðu svo síðustu þrem leikjunum og enduðu í 4.sæti.

6.flokkur var með 2 lið eins og fyrr segir, B og C lið en  aðeins fór yngra ár flokksins á mótið því það eldra fór á Shell.

Þeim gekk ágætlega og endaði B-liðið í 6 sæti og C-liðið í því 4.

Því ágætis árangur hjá KA liðunum en gleðin og baráttan skiptir höfuð máli og hún var til staðar.