KA endaði í fjórða sæti í 1. deildinni

Bí/Bolungarvík og KA gerðu 0-0 jafntefli í síðustu umferð 1. deildar á Ísafirði í dag og þar með luku KA-menn keppnistímabilinu í 4. sæti deildarinnar - fengu 33 stig - jafnmörg stig og Þróttur og Haukar, en markatalan var hagstæðari hjá Þrótti sem munaði fjórum mörkum eftir 6-0 sigur á Tindastóli í dag og Haukarnir voru með tveimur mörkum lakara markahlutfall en KA.

Lokastaða liðanna í deildinni var því sem hér segir:

1. Þór
2. Víkingur Ó
3. Þróttur R
4. KA
5. Haukar
6. Víkingur R
7. Fjölnir
8. Tindastóll
9. BÍ/Bolungarvík
10. Leiknir R
11. Höttur
12. ÍR

Niðurstaðan eftir leiki dagsins er því sú að Hattarmenn á Egilsstöðum og ÍR-ingar féllu í 2. deild, en í stað þeirra koma upp í 1. deildina Völsungur á Húsavík og KF í Fjallabyggð. Þessum nágrannaliðum okkar er óskað til hamingju með frábært gengi í sumar og þau boðin velkomin í 1. deildina.