KA fær Leikni í heimsókn á laugardag kl 13.

KA spilar síðasta leik sinn í Lengjubikarnum á morgum þegar Leiknismenn úr Breiðholti koma í heimsókn. Liðin eru jöfn á botni B-riðils með 1 stig hvort. Leiknir vann reyndar síðasta leik sinn gegn FH, 2-1. FH-ingar kærðu leikinn og var þeim dæmdur sigur. KA hefur átt í mesta basli í Lengjubikarnum en aðalhöfuðverkurinn hefur verið að skapa færi og skora mörk. Markatalan eftir fimm leiki er 4-14. Við skulum vona að úr rætist í leiknum á morgun enda ekki seinna vænna, aðeins mánuður í Íslandsmót.

Strax að leik loknum eða kl 15 spilar Þór/KA við Fylki í Lengjubikar kvenna. Sjálfur Björn Kristinn Björnsson (Bubbi) er þjálfari Fylkis og leika tvíburadætur hans, Laufey og Björk undir hans stjórn. Gaman er að segja frá því að í leiknum mun Bubbi mæta einhverjum af sínum gömlu lærisveinum sem hann þjálfaði í 6. og 5. flokki KA á sínum tíma.