Í hádeginu í dag var dregið í 16 liða úrslitum í Borgunarbikarnum og fékk KA heimaleik gegn úrvalsdeildarliði Grindavíkur.
Það er því ljóst að Guðjón Þórðarson mætir á fornar slóðir með lið sitt og Jóhann Helgason
mætir sínum fyrrverandi félögum í Grindavíkurliðinu. Leikurinn fer fram á Akureyrarvelli mánudaginn 25.
júní. Í 16 liða úrslitum í kvennaflokki mætir Þór/KA Keflavík á útivelli.
Drátturinn í 16. liða úrslitunum er annars sem hér segir:
KA - Grindavík
Breiðablik - KR
Víkingur R - Fylkir
Þróttur - Valur
Víkingur Ó/ÍBV - Höttur
Afturelding - Fram
Selfoss - KB
Stjarnan - Reynir Sandgerði