KA fer á Skagann í dag

Túfa leikur sinn 102. leik fyrir félagið í dag
Túfa leikur sinn 102. leik fyrir félagið í dag
Næstsíðasta umferð 1.deildarinnar fer fram í dag og fara okkar menn á Akranes þar sem þeir mæta nýkrýndum meisturum ÍA. Eins og allir vita eru Skagamenn löngu búnir að tryggja sig upp í deild þeirra bestu en KA hefur hins vegar tryggt sætið í deildinni og því má búast við ágætis leik þar sem bæði lið verða afslöppuð og njóta þess að spila fótbolta með litlu að keppa að nema þremur stigum að sjálfsögðu. 

Liðin mættust fyrr á leiktíðinni og lyktaði þeim leik með 4-1 sigri ÍA, en þeir voru einfaldlega númeri of stórir fyrir KA í þeim leik þrátt fyrir góðan leik hjá KA.

Slæmu fréttinar fyrir KA-menn eru að fyrirliðinn Haukur Heiðar Hauksson hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir félagið en hann snéri sig illa gegn Þrótturum og verður frá í nokkrar vikur.

Rimmur þessara liða hafa í gegnum tíðina verið margar og skemmtilegar og efast ég að KA hafi mætt einhvejru liði mikið oftar en Skaganum eða 55 sinnum frá upphafi tímatals. KA-menn hafa ekki farið vel út úr þeim viðreignum og aðeins unnið 7 af þessum 55, 9 hafa endað með jafntefli og Skaginn unnið 39 sinnum. KA-menn hafa skorað 39 mörk í þessum 55 leikjum á móti 135 mörkum Skagans.
Við skulum því vona að 8 sigur okkar manna komi í dag.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á Akranesvelli og eru allir KA-menn í borg óttans hvattir til að gera sér ferð upp á Skaga og hvetja okkar menn til sigurs!!

ÁFRAM KA