KA fer á Skagann í dag í Lengjubikarnum

KA sækir úrvalsdeildarlið Skagamanna heim í Lengjubikarnum í dag og hefst leikurinn kl. 14. Þetta er þriðji leikur KA í keppninni, í fyrsta leiknum tapaði liðið 2-3 fyrir Stjörnunni en hafði 2-0 sigur á ÍR í síðasta leik.

Meiðsladraugurinn gerir KA óneitanlega lífið leitt í dag. Elmar Dan Sigþórsson, Ómar Friðriksson, Árni Arnar Sæmundsson og Jóhann Örn Sigurjónsson eru allir meiddir. Þá getur Ævar Ingi Jóhannesson ekki verið með í dag vegna landsliðsæfinga U-17 liðsins um helgina.  Viktor Mikumpeti er nýlega farinn að hreyfa sig eftir að hafa verið frá í sex vikur vegna meiðsla og er því ekki leikfær Túfa verður hins vegar í hópnum í dag eftir margra vikna meiðsli.