Í hádeginu var dregið í 16-liða úrslit VISA-bikars karla í höfuðstöðvum KSÍ. KA-menn drógust gegn Grindvíkingum
á útivelli.
Leikurinn fer fram 23. eða 24. júní í miðri viku en Grindavík er á botni Pepsi-deildarinnar með 0 stig. KA-menn unnu HK í framlengingu í
síðustu viku og komu sér þar með áfram en Grindavík unnu Þórsara 2-1 á heimavelli í sínum leik.
Í fyrra voru KA-menn nálægt því að komast áfram eftir 16-liða úrslitin þegar þeir léku gegn Val fyrir sunnan og
töpuðu í framlengingu en vonandi ná þeir góðum leik í Grindavík seinnihluta júní og gera atlögu að 8-liða
úrslitunum.