KA fer til Keflavíkur í dag

KA sækir Keflvíkinga heim í dag suður með sjó í Lengjubikarnum. Bæði lið sigla fremur lygnan sjó í þessum riðli. Fimm leikmenn verða ekki með í leiknum í dag. Elmar Dan, Jakob Hafsteinsson og Jóhann Örn eru meiddir og Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi eru í eldlínunni með U-17 landsliðinu í milliriðli Evrópumótsins í Skotlandi. Leikurinn hefst kl. 16 í Reykjaneshöllinni.