KA gerir samning við Flugfélag Íslands

Ari Fossdal og Óskar Þór Halldórsson við undirritun samstarfssamningsins.
Ari Fossdal og Óskar Þór Halldórsson við undirritun samstarfssamningsins.
Knattspyrnudeild KA hefur gert samstarfssamning við Flugfélag Íslands, sem er deildinni afar mikilvægur. Ari Fossdal hjá Flugfélagi Íslands á Akureyri skrifaði undir þennan nýja samning við knattspyrnudeild KA og Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA, skrifaði undir af hálfu KA. "Ég fagna þessum samningi, sem er okkur mikilvægur, enda er ferðakostnaðurinn einn af kostnarsömustu póstunum í okkar rekstri, eðli málsins samkvæmt, enda þurfum við að fara um langan veg í alla okkar ellefu útileiki," segir Óskar Þór Halldórsson