Á dögunum lauk 2. keppni innanfélagstippleiks KA - Getrauna í vetur. Mikil spenna ríkti á toppnum fram á
síðustu stundu en Stefáni Guðnasyni, sem gjarnan hefur verið líkt við berserk á milli stanganna hjá Akureyri Handboltafélagi, tókst
með ævintýralegum hætti að glutra niður ágætri forrustu á síðustu metrunum. Því var það Arnór Sigmarsson
sem stóð uppi sem sigurvegari. Arnór fékk fyrir vikið vegleg verðlaun frá styrktaraðilum KA - Getrauna sem í þessari umferð voru:
Norðlenska, JMJ/Joe's, Abaco, 1862 Nordic Bistro og Light Clinic.
Meðal vinninga var kjötkarfa frá Norðlenska, matur fyrir tvo á 1862 Nordic Bistro og ljósakort og handsnyrting (veitti ekki af því lítið er
eftir af nöglum tippara í allri spennnunni) frá Abaco auk glæsilegra vinninga frá JMJ/Joe's og Light Clinic. Heildarverðmæti vinninga var hátt
í 50.000 krónur. KA - Getraunir óska Arnóri kærlega til hamingju með sigurinn.
Um síðustu helgi hófst 3. og næstsíðasta keppni vetrarins en henni líkur í mars. Það er alls ekki of seint að skrá sig til leiks
og taka þátt í herlegheitunum. Fyrir 3. og 4. keppni verða að sjálfsögðu veittir glæsilegir vinningar þeim sem hlutskarpastur er og verða
þeir á pari við þá vinninga sem veittir hafa verið hingað til. Einnig verða veitt verðlaun fyrir samanlagaðan árangur að öllum
fjórum keppnum loknum og verða þau enn glæsilegri.
Áhugasamir geta sent tölvupóst á netfangið getraunir@ka-sport.is og fengið inni í keppninni, getraunaseðlar eru sendir þátttakendum í
miðri viku fyrir viðkomandi umferð.
Þátttaka hefur verið nokkuð góð í vetur og við hjá KA - Getraunum erum sannfærð um að hún verði enn betri næsta
vetur.
Það er til mikils að vinna!
Við erum KA-menn! Við tippum!