Leikur KA og Grindavíkur í 32ja liða úrslitum Valitor-bikarsins nk. miðvikudag hefur verið færður inn í Boga, þetta staðfesti
KSÍ í dag. Fyrirhugað var að leikurinn yrði á Þórsvelli en honum hefur einfaldlega verið lokað. Leik Þórs og FH, sem vera
átti í kvöld, hefur verið frestað og leikur Þórs og Leiknis F í 32ja liða úrslitum Valitor-bikarsins færður í Bogann.
Meðfylgjandi er auglýsing fyrir leikinn gegn Grindavík sem hefst klukkan 19:15 á miðvikudagskvöldið, 25. maí. Verð aðgöngumiða er kr.
1.000, frítt fyrir yngri en 16 ára. Athugið að ársmiðar á leiki KA í 1. deild Íslandsmótsins gilda ekki á leikinn.
Það voru stórleikararnir Andrés Vilhjálmsson og Petar "doktor" Ivancic sem léku aðalhlutverkin, Jóhann Már tók upp og setti saman.
Viðtöl og ítarleg upphitun kemur inn á morgun.