KA - Höttur þriðjudag kl. 18.30

KA tekur á móti Hetti frá Egilsstöðum þriðjudaginn 21. ágúst og hefst leikurinn á Akureyrarvelli kl. 18.30. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og hvetja strákana í baráttunni. KA situr nú í sjötta sæti 1. deildar með 23 stig en Höttur er með 15 stig í næstneðsta sæti deildarinnar. KA garði markalaust jafntefli við Tindastól í síðustu umferð á sama tíma og Höttur rassskellti botnlið ÍR á Egilsstöðum. Fyrri leik Hattar og KA lyktaði með 2-0 sigri austanmanna og því er mikilvægt að KA-menn kvitti fyrir það tap með góðum leik á Akureyrarvelli.