Úrslitaleikur í 4. fl. kvk á Kópavogsvelli kl. 16.00 fimmtudaginn 13. september

KA tryggði sér sl. sunnudag rétt til að spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil A-liða í 4. flokki kvenna og verður Breiðablik andstæðingur KA-stelpna í þeim leik. KA sigraði annan úrslitariðilinn, sem var spilaður á Akureyri um helgina, með fullt hús stiga og Breiðabliksstúlkur sigruðu sömuleiðis alla þrjá leiki sína í hinum úrslitariðlinum um helgina. Úrslitaleikurinn verður fimmtudaginn 13. september kl. 16 á Kópavogsvelli. Þetta er frábær árangur hjá KA-stelpunum og þjálfurum þeirra, Agli Ármanni Kristinssyni og Srdjan Tufegdzic og er þeim óskað til hamingju með að vera annað tveggja bestu liða í þessum aldursflokki á landinu.