3-2 sigur KA á KR 14. september 1991

Um leið og við minnum á leik KA og Selfoss klukkan 16:00 í dag þá rifjum við upp sögulegan leik KA og KR frá 14. september 1991.

KA tók á móti KR í síðustu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu sumarið 1991 þann 14. september. KR byrjaði betur og komst í 0-1 með marki Atla Eðvaldssonar á 4. mínútu (sem því miður er ekki til upptaka af) og Sigurður Ómarsson kom Vesturbæingum síðan í 0-2 með marki á 21. mínútu. Lið KA gafst þó ekki upp og kom af krafti inn í síðari hálfleikinn, Sverrir Sverrisson minnkaði muninn á 66. mínútu og Pavel Vandas landaði síðan sigrinum með tveimur mörkum á 76. og 84. mínútu.

Lið KA: Haukur Bragason (M), Halldór Sveinn Kristinsson, Gauti Laxdal, Halldór Halldórsson, Örn Viðar Arnarson, Sverrir Sverrisson, Einar Einarsson, Páll Viðar Gíslason, Steingrímur Birgisson (F), Ormarr Örlygsson og Pavel Vandas.
Bekkur: Eggert Högni Sigmundsson (M), Jón Hrannar Einarsson, Tómas Hermannsson, Ragnar Baldursson og Stefán Sigurður Ólafsson

Sjón er sögu ríkari og í kjölfarið er bara að mæta á KA völlinn í dag klukkan 16:00 á KA-Völlinn!