KA lagði Grindavík eftir vítaspyrnukeppni

KA og Grindavík áttust við í kvöld í 16-lið úrslitum Vísa Bikarsins. KA sló út HK í síðustu umferð og þurftu þeir framlengingu til þess að slá þá út. Í kvöld ákváðu þeir að spila aðeins lengur og taka eina vítaspyrnukeppni í leiðinni fyrst þeir voru nú komnir til Grindavíkur.



KA menn komust yfir í leiknum þegar David Disztl skoraði úr vítaspyrnu á 39 mín. Það var síðan Grétar Ólafur Hjartarson sem jafnaði metinn fyrir heimamenn á 62 mín.

Ekkert var skorað það sem eftir lifði leiks og framlengingin var spiluð án þess að hvorugt lið næði að pota inn marki. Þar af leiðandi varð að grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar skoruðu þeir Guðmundur Óli, Haukur Heiðar, Hallgrímur, Andri Fannar og Orri Gústafsson
Sandor Matus markmaður skaut síðan sinni spyrnu yfir markið.

Hjá heimamönnum voru það Grétar Ólafur og Auðunn Helgason sem brendu af.

Hér fyrir neðan er síðan gangur vítaspyrnukeppninnar en þetta er tekið af www.fotbolti.net þar sem kemur inn nánanri umfjöllun síðar í kvöld.

Vítaspyrnukeppnin:
1-2 Guðmundur Óli Steingrímsson skoraði
1-2 Grétar Ólaur Hjartarson skaut yfir
1-3 Haukur Heiðar Hauksson skoraði
2-3 Jóhann Helgason skoraði
2-4 Hallgrimur Mar Steingrímsson skoraði
3-4 Gilles Mbang Ondo skoraði
3-5 Andri Fannar Stefánsson skoraði
4-5 Páll Guðmundsson skoraði
4-5 Sandor Matus skaut yfir
5-5 Ray Anthony Jónsson skoraði
5-6 Orri Gústafsson skoraði
5-6 Auðun Helgason skaut yfir

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=93280#ixzz0rnxhY6Jg
Egill Ármann Kristinsson