Á sunnudaginn kl. 15:00 þá verður KA - Leiknir R. leikinn á KA-velli.
Fyrir leikinn eru Leiknismenn með 8 stig eftir 6 leiki en KA með 4 stig eftir 5 leiki.
Leiknir R. endaði með jafnmörg stig og KA síðasta sumar í 1. deildinni. Bæði lið unnu 9 leiki, eitt jafntefli, 8 töp og fengu 31 mark á sig. KA skoraði aftur á móti 38 en Leiknir 36 og enduðum við því sæti fyrir ofan þá. Það má því búast við hörkuleik á sunnudaginn ef marka má hversu jöfn liðin voru sumarið 2013.
Hvetjum alla til að fjölmenna á fyrsta mótsleik meistaraflokks á gervigrasinu á KA-velli og styðja okkar menn til sigurs.