KA mætir Fjarðabyggð í bikarnum á morgun

KA vs KFF
KA vs KFF
Á morgun miðvikudag mætast KA og Fjarðabyggð í Borgunarbikarnum. Þetta er leikur í 32 liða úrslitum bikarsins, leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og hefst hann kl 19.15
KA vann Magna í 64 liða úrslitum og mæta nú liði Fjarðabyggð sem spila í 2.deild. Fjarðabyggð komst í 32 lið úrslti með því að vinna Sindra frá Hornafirði 4-2.

Eins og alltaf í bikar má búast við hörku leik þar sem ekki er hægt að tala um litla eða stóra liðið. KA þarf því að gefa allt sem þeir eiga í leikinn til þess að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum.

Leiknum verður lýst beint á netinu og verða það Egill og Barni sem lýsa leiknum.