14.09.2011
KA mætir í dag, miðvikudaginn 14. september, kl. 17.00 á Akureyrarvelli KF/Tindastóli í 3. flokki karla í úrslitum Valitor bikarsins fyrir
Norður- og Austurland. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og hvetja strákana til sigurs. Fótboltaveðrið getur ekki verið betra og
völlurinn fínn og því eru aðstæður eins og best verður á kosið fyrir skemmtilegan fótboltaleik.
Á leiðinni í úrslitin vann KA Hött/Einherja með þremur mörkum gegn engu og síðan unnu strákarnir heimaleik gegn
Fjarðabyggð/Leikni með einu marki gegn engu en gerðu síðan jafntefli við þá eystra. KF/Tindastóll sat yfir í fyrstu umferð en hafði
síðan betur gegn Þórsurum í tveimur leikjum. KF/Tindastóll vann fyrri leikinn á Ólafsfjarðarvelli 2-1 en jafntefli varð í
síðari leiknum 3-3.