Í dag taka Leiknismenn á móti KA á Leiknisvelli í Breiðholtinu klukkan 14:00. Liðin eru jöfn að stigum í 2.-4. sæti deildarinnar með 10 stig og má búast við hörkuleik. Þetta er síðasti leikurinn fyrir smá EM pásu og mikilvægt fyrir bæði lið að koma sér í góða stöðu fyrir hléið.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja KA til sigurs en fyrir ykkur sem ekki komist þá verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport, áfram KA!