KA mætir Stjörnunni í 2. flokki á morgun

Jón Heiðar og félagar spila sinn fyrsta leik á morgun
Jón Heiðar og félagar spila sinn fyrsta leik á morgun
Á morgun, mánudag, leika strákarnir hans Míló í öðrum flokki sinn fyrsta leik. Það er heimaleikur gegn Stjörnunni en leikurinn fer fram í Boganum kl. 12.

Strákarnir áttu að spila síðasta miðvikudag en þá komust KR-ingar ekki hingað með flugi og var þeim leik því frestað um óákveðinn tíma.

Núna er því fyrsti heimaleikurinn gegn Garðbæingum og hvetjum við alla til að mæta í Bogann í hádeginu á morgun.

Leikurinn hefst eins og áður sagði kl. 12.

Sjá einnig:
Davíð Rúnar fyrirliði 2. flokks: Mikil tilhlökkun
Leik KA og KR í öðrum flokki frestað