KA mætir Stjörnunni í Lengjubikarnum á sunnudaginn

KA mætir Pepsídeildarliði Stjörnunnar í fyrstu umferð Lengjubikarsins í Boganum nk. sunnudag, 19. febrúar, kl. 16.00. Þetta verður sannarlega verðugt verkefni fyrir KA-strákana því Stjarnan var ótvírætt spútniklið sl. keppnistímabils og spilaði þá sérlega skemmtilegan sóknarleik. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna í Bogann og styðja við bakið á strákunum.