Víkingur R er með reynsluboltann Ólaf Þórðarson í brúnni. Liðið hefur spilað tvo leiki í Lengjubikarnum og unnið þá báða - gegn Keflavík í fyrstu umferð og síðan Tindastóli. Víkingsliðið er blanda af ungum og efnilegum strákum, t.d. Patrik Snær Atlason, Davíð Örn Atlason og Viktor Jónsson, og reynsluboltum á við Helga Sigurðsson, Hjört Júlíus Hjartarson og Reyni Leósson.
Sem fyrr gerir meiðsladraugurinn okkar liði lífið leitt. Þannig verða í það minnsta Elmar Dan og Jóhann Örn ekki með vegna meiðsla og þeir Ævar Ingi Jóhannesson og Fannar Hafsteinsson verða á landsliðsæfingum U-17 landsliðsins í Reykjavík, en liðið fer til Skotlands á mánudag til þess að taka þátt í milliriðli Evrópumótsins í knattspyrnu.