KA-menn hita upp á Gullöldinni í Grafarvogi

Næsti leikur KA er á Fjölnisvelli í Grafarvogi, á menningarnótt, laugardaginn 21. ágúst. KA-menn ætla að því tilefni að hittast á Gullöldinni við Hverafold í hádeginu og bera saman bækur sínar, borða saman ofl.

Gott tilboð verður á mat og drykk.

Mæting KA-manna á Gullöldina er kl. 12:30, en leikurinn sjálfur hefst kl. 14:00.