KA-menn settu fjögur gegn Draupnismönnum

Þriðji sigurleikur KA kom á laugardagskvöldið sl. þegar þeir tóku á móti nýstofnuðu þriðjudeildarliði Draupnis í Soccerademótinu.

Staðan í B-riðli (KA)

KA 4 - 0 Draupnir
1-0 Sjálfsmark ('33)
2-0 Andri Fannar Stefánsson (Víti) ('46)
3-0 Guðmundur Óli Steingrímsson (Víti) ('79)
4-0 Steinn Gunnarsson ('87)

Sandor

Magnús Bi. - Norbert - Sigurjón - Sveinbjörn
Túfa
Haukur H. - Arnar M. (F) - Andri F. - Guðmundur Ó.
Steinn G.



Varamenn: Jakob Hafsteinsson, Árni Arnar Sæmundsson, Steinþór Már Auðunsson, Davíð Rúnar Bjarnason, Haukur Hinriksson, Kristinn Þór Björnsson.
- Allir fengu að spila.

KA-menn voru með boltann stærstan part af leiknum en þeim gekk þó illa að skapa sér færi í fyrri hálfleiknum og það var ekki fyrr en á 33. mínútu að löng sending frá Norbert kom fram, Guðmundur Óli reynir að skora en það endar með því að Draupnismenn skora sjálfsmark og svona var staðan í hálfleik.

KA-menn léku betur í síðari hálfleik og uppskáru vítaspyrnu strax í byrjun eftir að brotið hafði verið á Arnari Má. Andri Fannar skoraði úr vítinu og staðan orðin 2-0.

Þriðja markið kom svo úr öðru víti - brotið var á Guðmundi Óla og hann skoraði sjálfur úr spyrnunni.

Í lokin innsiglaði Steinn Gunnarsson sem lék í fremstu víglínu í leiknum 4-0 sigur þegar hann fékk boltann í teignum og kláraði vel.

Seinasti leikur KA-liðsins í riðlinum er gegn Dalvík/Reyni á laugardaginn en sigurliðið í þeim leik mætir Þór í úrslitaleik mótsins.