KA-menn upp í annað sætið með sigri í kvöld - Diszlt maður leiksins

KA-menn fagna marki í kvöld
KA-menn fagna marki í kvöld
KA-menn lögðu ÍR-inga að velli í frábæru veðri á Akureyrarvellinum í kvöld með fimm mörkum gegn þremur.

Mörk KA-manna skoruðu Andri Fannar Stefánsson, Bjarni Pálmason og svo var það Ungverjinn David Disztl sem gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Sandor Matus varði vítaspyrnu í leiknum og Sandor Forisz fékk að líta rautt spjald eftir að hafa komið inn sem varamaður.

Nánari umfjöllun og myndir síðar.

Við viljum benda fólki sem hefur áhuga á góðu og vönduðu sjónvarpsefni á síðu 333 á textavarpinu þar sem KA menn eru gullitaðir í augnablikinu og verða vonandi sem lengst!

Maður leiksins var valin David Diszlt sem skoraði þrennu í leiknum. Hann fer út að borða á Strikinu, en Strikið gefur öllum þeim sem valdir eru menn leiksins út að borða í sumar.


Smá stemmings myndband frá vellinum í kvöld! - Things Can Only Be Better!


"Það var skemmtiegur leikur sem fór fram þann 1. júlí á Akureyrarvelli en þá lögðu KA menn ÍR 5-3 í spennandi og fjörugum leik. Hér eru örlitlar svipmyndir af áhorfendum og svo undir lokin sjáum við hvernig Vinir Sagga fagna!"