Steinn Gunnarsson í baráttunni við Fjölnismann sumarið 2007.
KA-menn leika í Lengjubikarnum á morgun. Það eru Fjölnismenn sem verða andstæðingar en leikurinn fer fram í Egilshöll.
Leikurinn hefst kl. 15:00 og hvetjum við alla KA-menn sunnan heiða til að mæta á leikinn.
KA-menn náðu flottum úrslitum í síðasta leik þegar þeir gerðu 3-3 jafntefli við FH en í þeim leik fékk Dínó
rautt spjald og því er hann í banni á morgun.
Vonandi ná strákarnir að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Íslandsmeisturunum og landa þremur stigum gegn Fjölnismönnum en þeir
féllu úr Pepsi-deildinni sl. sumar og leika því með okkur KA-mönnum í fyrstu deildinni komandi sumar.