Sigurinn á Fram var góður vinnusigur. Strákarnir unnu hver fyrir annan allan tímann og þéttu raðirnar vel eftir að Hallgrímur Mar fór útaf. Og Sandor átti nokkrar frábærar vörslur í seinni hálfleik.
Þegar á heildina er litið var KA-liðið að spila vel í þessum leik, var mjög skipulagt og agað í öllum sínum aðgerðum. Vissulega skall hurð nærri hælum í tvígang undir lok leiksins - boltinn small í stöng og þverslá KA-marksins, en inn fór boltinn ekki og góður sigur KA í höfn.