KA sigraði í A- og B-liðum í Greifamótinu

Aron Pétursson fyrirliði A-liðsins lyftir bikarnum, Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Aron Pétursson fyrirliði A-liðsins lyftir bikarnum, Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
KA sigraði í bæði flokki A- og B-liða á Greifamóti KA sem haldið var um helgina. Það er yngriflokkastarf KA sem stendur fyrir þessu árlega móti í samstarfi við foreldraráðs 3. flokks KA.
Fjögur lið voru í B-liða keppninni - tvö lið frá KA, eitt frá Völsungi og eitt frá Þór og fór svo að KA-liðin spiluðu til úrslita þar sem KA 1 hafði betur. Í A-liða keppninni voru sex lið; KA, KF/Tindastóll/Hvöt, Völsungur, Fjarðabyggð, Þór og BÍ. Liðin spiluðu í einni "deild" og þegar upp var staðið varð síðasti leikur mótsins hreinn úrslitaleikur milli KA og KF/Tindastóls/Hvatar, en bæði liðin höfðu sjö stig fyrir leikinn. KF/Tindastóll/Hvöt hafði hins vegar betra markahlutfall og því nægði þeim jafntefli. KA-menn unnu hins vegar leikinn með tveimur mörkum gegn einu og sigruðu þar með A-liða keppnina.

Yngriflokkastarf KA ásamt foreldraráði 3. flokks þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn við framkvæmd mótsins - foreldrum, dómurum og öðrum sjálfboðaliðum. Öllum liðunum - liðsmönnum, þjálfurum og liðsstjórum - eru færðar þakkir fyrir þátttökuna og drengilega og góða keppni.

Myndir af strákunum við verðlauna afhendingu má sjá hér.