KA sigraði Þór í æfingaleik

Kristján Freyr átti frábæran leik í vörninni
Kristján Freyr átti frábæran leik í vörninni
Fyrsti æfingaleikur vetrarins fór fram á laugardaginn þegar KA mætti Þórsorum í Boganum. Eitthvað vantaði af leikmönnum í bæði lið en Þórsarar tefldu þó fram nokkrum reynsluboltum í byrjunarliðinu.


Lið KA var þannig skipað: SteinÞór – Jakob – Kristján Freyr – Gauti – Jón Heiðar – Davíð Rúnar – Aci – Ómar – Hallgrímur – Ævar – Orri. Inná í seinni hálfleik komu þeir Fannar Freyr, Gunnar Örvar, Ívar Guðlaugur, Baldur Jónsson, Bjarni Duffield, Aron Pétursson og Baldvin Baldvinsson

Í liðið vantaði: Sandor Matus, Atla Svein, Gunnar Val, Hauk Hinriks, Bjarka Baldvins og Darren Lough

Ungt og óreynt lið sem fékk tækifæri og má með sanni segja að þeir hafi staðið sig glimmrandi vel og sigruðu Þórsara 4-0 í skemmtilegum leik.

Hallgrímur Mar og Orri Gústafsson komu KA í 2-0 í fyrri hálfleik og þeir Ívar Guðlaugur og Baldur Jónsson skoruðu mörk KA í þeim seinni.

Frábær leikur hjá KA burtséð frá úrslitunum, þeir pressuðu Þórsara hátt og beittu hröðum og flottum skyndisóknum og virtist meiri kraftur í liðinu en maður hefur séð í einvhern tíma. Steinþór fékk tækifæri í markinu og er skemmst frá því að segja að hann greip öll skot þórsara sem á markið komu og gerði það einstaklega vel.

Þeir Kristján Freyr og Gauti Gautason, 19 og 16 ára gamlir, voru eins og herforingjar í miðri vörninni og virtust ná vel saman og gerðu engin mistök. Bakverðirnir Jón Heiðar og Jakob spiluðu einnig vel og gerðu fá mistök, Jón var atkvæða meiri frammá við og gerði nokkrum sinnum vel í að hjálpa til í sókninni en Jakob var aftur sterkari varnarlega. 

Davíð Rúnar spilaði djúpur á miðjunni og þessi stóri og stæðilegi drengur stjórnaði miðjuspilinu vel og þórsarar áttu lítið breik í hann sóknarlega, hann lagði upp fyrsta markið með frábærum löngum bolta innfyrir á Hallgrím Mar.

Aci og Ómar hafa fengið mismörg tækifæri með meistaraflokk en báðir 19 ára gamlir og því nýstignir uppúr 2.flokki. Þeir léku þennan leik reyndar eins og reynsluboltar og gerðu lítið af mistökum,  létu boltann ganga vel inná miðsvæðinu og voru skipulagðir.

Allir vita hvað Hallgrímur Mar getur og greinlegt að hann kemur vel undan fríinu, hann átti frábæran leik og er það alveg á hreinu að hann verður illviðráðanlegur í sumar.

Ævar Ingi séri til baka úr meiðslum í vikunni og því lítið búinn að æfa en átti nokkra góða spretti, virtist þó aðeins vera að hlýfa sér og augljóst að hann á meira inni sem kemur þegar hann byrjar að æfa á fullu. 

Orri Gústafsson lék vel í fremstu víglínu og var mikið í því að fá boltann í lappir og skila honum vel frá sér. Gerði einstaklega vel í markinu sínu þegar hann náði flottum snúningi og lék á varnarmann Þórs, komst inn fyrir og kláraði vel.

Þeir drengir sem inná komu stóðu sig einnig vel, helstan ber að nefna framherjann Gunnar Örvar sem stóð sig mjög vel og lagði upp 3 mark KA á fallegann hátt þegar hann axlaði varnarmann þórsara og hirti af honum boltann og lagði hann fyrir markið. Þeir Ívar Guðlaugur og Baldur Jónsson komu vel inní leikinn og skoruðu báðir laglega mörk. Einnig kom Fannar Freyr inná fyrst í framlínunna en seinna færði hann sig fyrir aftan framherjann og kom með mikinn kraft og áræðni en hann helsti styrkur er mikill líkamsstyrkur og vann hann boltann oft vel á vallarhelmingi Þórsara.

Þeir Bjarni, Aron og Baldvin fengu nokkrar mínútur hvor en hver en þeir eru allir 17 ára gamlir og eru efnilegir strákar en þeir stóðu sig með prýði á þessum nokkrum mínutum.

Þegar öllu er á botninn hvolft var þetta mjög jákvæður leikur og sýndu strákarnir mikinn áhuga, kraft og gaman að sjá þessa ungu stráka standa sig vel.