KA-stelpurnar útnefndar í 2. flokki kvk í Þór/KA

Í lokahófi Þórs/KA sl. föstudagskvöld fengu þrjár KA-stelpu viðurkenningar fyrir að skara framúr í 2. flokki á liðnu keppnistímabili. Ágústa Kristinsdóttir var valin sú besta í flokknum, Lára Einarsdóttir efnilegust og Freydís Kjartansdóttir var útnefnd leikmaður leikmannanna.

Í meistaraflokki kvenna í Þór/KA var Rakel Hönnudóttir valin best, Arna Sif Ásgrímsdóttir efnilegust og Mateja Zver var valin leikmaður leikmannanna.