KA svæðið kemur eins og nýtt undan vetri

Öll munum við eftir skelfingunni sem blasti við okkur þegar að vora tók í fyrra og KA svæðið leit út eins og fínasta strönd á Flórída og gerði það í raun mest allt síðasta sumar sem olli miklum erfiðleikum fyrir flokka félagsins sem og N1 mót og Arsenalskólann. Það virðist ætla að vera annað uppá tengingum þetta árið. Fyrir tæpu ári síðan sendi Þórir Tryggva mér mynd af ströndinni okkar og fór á á sama stað í morgun og smellti af mynd af svæðinu. Mynd segir meira en þúsund orð.