KA tekur á móti ÍR-ingum í Lengjubikarnum nk. laugardag

Brian Gilmour lét heldur betur til sín taka gegn Stjörnunni um síðustu helgi. Hann verður í eldlínun…
Brian Gilmour lét heldur betur til sín taka gegn Stjörnunni um síðustu helgi. Hann verður í eldlínunni gegn ÍR-ingum á laugardag. Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.
KA spilar annan leik sinn í Lengjubikarnum um komandi helgi, nánar tiltekið laugardaginn 25. febrúar kl. 17.15 í Boganum, þegar ÍR-ingar koma norður. KA-liðið spilaði á köflum skínandi vel á móti úrvalsdeldarliði Stjörnunnar um síðustu helgi, en varð að sætta sig við tap í þeim leik, gegn gangi hans. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna í Bogann á laugardaginn og styðja strákana.