KA tekur á móti Þrótti í kvöld og ÞÚ MÆTIR! (myndband)

Sandor mun að sjálfsögðu verja ramman!
Sandor mun að sjálfsögðu verja ramman!
Í kvöld taka KA-menn á móti Þrótti í afar mikilvægum leik í 1. deildinni. Leikurinn fer sem fyrr fram á hinum iðgræna KA-velli niður í miðbæ, mikið verður um fínerí fyrir leik þar sem gulir og góðir KA-menn ætla að grilla pylsur fyrir KA-menn og aðra og fyrst um sinn verða gefnir sundboltar frá Nivea á meðan birgðir endast. Tendrað verður í grillinnu klukkan 18 en leikurinn hefst svo klukkan 19. Allir að henda í sig einni pylsu með öllu til að slaka á raddböndum svo hægt verði að þenja þau á meðan á leik stendur!

KA sigraði Hauka í sannkölluðum 6 stiga leik sl. laugardag og kom sér fjórum stigum frá falli og eyðilagði svo gott sem vonir Hauka á að komast upp, frábært það.  Liðið sýndi sama góða karakterinn og liðið sýndi í byrjun móts og vonandi verður byggt á því.

Guðmundur Óli kemur á nýjan leik inn í liðið og kemur að öllum líkindum á hægri vænginn, Jón Heiðar er fjarri góðu gamni þar sem hann fékk rautt spjald í síðasta leik en annars eru allir klárir í slaginn, var mér tjáð af góðum heimildamanni.

Þróttarar eru spútniklið þessa tímabils, enginn spáði þeim góðu gengi þetta sumarið en með Sveinbjörn Jónasson í fararbroddi hefur liðið leikið við marga sína fingur þó ekki hvurn og spilað flottan bolta á köflum.   Þeir sitja sem stendur í 5. sæti, 6 stigum á undan KA sem situr í 8. sæti með 17 stig. 

Frá því að Homo Sapiens steig fram á sjónarsviðið fyrir milljónum ára hafa þessi lið leitt saman hesta sína 24 sinnum og standa Þróttarar betur að vígi með 11 sigra gegn 7 hjá KA.

Aðeins einu sinni hefur ekkert mark verið skorað í leik þessara liða og var það 1. júlí 1978 en annars hafa alltaf verið skoruð mörk og ansi algengt að þau hafi verið 3 í leik. 

Liðin mættust fyrr á þessu tímabili á hinum frábæra Valbjarnarvelli og lauk leik þar 1-0 fyrir Þrótt í hreint út sagt slökum fótboltaleik að sögn sjónarvotta, en nú er annar dagur og KA-menn búnir að skipta um gír og vonandi sýna þeir hvað í þá er spunnið þennan fagra fimmtudag.

Fyrir ykkur heldra fólk sem pælir í veðrinu þá er spáð heiðskýru, 14 gráðum og norð-austan 4 m/s þegar goðsögnin Gunnar “Nelson” (þó ekki fjöldabragðaglím kappi) hendir pylsum á grillið. Aldrei að vita nema Doktorinn mæti og hendi á eina eða tvær pylsur. 

Nú er bara að draga alla á völlinn, því ekki er hægt að segja að spáin sé slæm, þannig að þið verðið að finna aðra afsökun fyrir að mæta ekki! Afar, ömmur, pabbar, mömmur, strákar, stelpur og allir hinir sem falla undir Homo Sapiens MÆTIÐ Á VÖLLINN, GÆÐIÐ YKKUR Á PYLSUM OG STYÐJIÐ STRÁKANA!!!!!!!!!!!

Doktorinn kemur að vanda með smá boðskap fyrir leik hér að neðan! og ég myndi hlusta á kappann því honum er FÚLASTA ALVARA!!