KA - Þróttur R á Akureyrarvelli föstudaginn 31. ágúst

Næsti leikur KA verður heimaleikur á Akureyrarvelli gegn Þrótti R föstudaginn 31. ágúst og hefst hann kl. 18:00.

KA-menn eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á strákunum í þessari lokahrinu í deildinni, en fjórir leikir eru eftir - auk leiksins við Þrótt eigum við eftir að fá Ólafsvíkurvíkinga í heimsókn og sækja heim Hauka á Ásvöllum og síðan liggur leiðin vestur á Ísafjörð í síðustu umferðinni 22. september.

KA og Þróttur R eru á svipuðum slóðum í deildinni. Fyrri leikinn sem var leikinn á Valbjarnarvelli unnu Þróttarar og því á KA harma að hefna.