02.09.2011
KA-strákar í þriðja flokki sigruðu Fjarðabyggð/Leikni í dag í Fjarðabyggðarhöllinni með einu marki gegn engu. Þessi sigur
þýðir að KA, sem hefur verið í C-deild í þriðja flokki, vann þar með sæti í B-deild á næsta keppnistímabili
og spilar við Þrótt Reykjavík nk. sunnudag kl. 14.00 á Blönduósi um sigur í C-deildinni. Sigurliðið úr þeim leik spilar
síðan í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki karla.