KA - Þór á morgun, grillaðar pylsur frá 18:30! (myndbönd)

Jói Síla er lykilmaður í KA liðinu
Jói Síla er lykilmaður í KA liðinu
Á morgun er dagurinn þar sem Akureyrarbær skiptist í tvær fylkingar og troðfyllir Akureyrarvöll, á morgun er dagurinn sem þú villt geta sagt seinna "ég var þar", á morgun er dagurinn sem KA ætlar að komast aftur á sigurbraut. 


Þetta er ekki hægt nema ÞÚ og ÞÍNIR mætið GULIR og GLAÐIR og tilbúnir til þess að öskra ÁFRAM KA í 100 mínútur, þannig helliði kakó-i í krakkanna fyrir leik og fáið ykkur sjálf dassa af koníaki til að mýkja raddböndin því það verður ekki bara barist inná vellinum, baráttan í stúkunni verður engu síðri og við ætlum ekki að vera bara áhorfendur VIÐ ÆTLUM AÐ VERA KA MENN!

Eins og við vitum hefur gengi okkar manna ekki verið sem best í síðustu leikjum en eftir tvo tapleiki í þremur leikjum og eitt jafntefli er komið að því að komast á sigurbraut aftur. Frá tapinu gegn Hetti endurheimtum við Brian Gilmour í liðið sem er gríðarlega sterkt enda verið stoðin og styttann í leikjum KA að undaförnu og óþarfi að deila um hans getu. Hins vegar höfum við orðið fyrir miklu áfalli en Elmar Dan fyrirliði meiddist illa gegn Tindastól og er verður lengi frá, þá eru Túfa og Ómar enþá meiddir, aðrir leikmenn eru tilbúnir í slaginn.

Líklegt byrjunarlið KA: Sandor, Jakob, Haukur, Gunnar V, Darren, Brian, Þórður, Jói Síla, Hallgrímur,Guðmundur Óli, David

Það þarf lítið að ræða um Þórsarana, við vitum allt sem við þurfum að vita um þá. Þeir hafa hrikalega sterkt stuðningsmannalið, Mjölnismenn, sem munu ekki gefa þumlung eftir í stúkunni á morgun. Lið þeirra er gott og einkennist af mikilli baráttu og vilja.  Einn þeirra sterkasti leikmaður, Jóhann Helgi Hannesson, er í leikbanni á morgun eftir ævintýralegt rautt spjald gegn ÍR um síðustu helgi annars veit ég ekki betur en flestir þeirra bestu menn séu tilbúnir í slaginn.

Líklegt byrjunarlið Þórs: Rajkovic, Funicello, Atli Jens, Andri, Ingi Freyr, Sigurður Marínó, Orri Hjaltalín, Ármann Pétur, Sveinn Elías, Kristinn Björnsson, Robin Strömberg.

KA hefur haft betur gegn Þór í þremur síðustu viðureginum félaganna en það eru úrslitaleikur Soccerademótsins síðustu tvö ár og einn leikur í lengjubikarnum. Í heildina hafa liðin mæst 51 sinni á vegum KSÍ frá 1975. 

Stærsti sigur KA á Þór er eins og margir muna eftir 6-1 á Akureyrarvelli 28.maí 2005 þar sem Pálmi Rafn Pálmason skoraði tvö mörk ásamt núverandi aðstoðarþjálfara Þórs, Hreini Hringssyni, nafnarnir Jóhann Þórhallsson og Jóhann Helgason skoruði sitt markið hvort. Þrír menn eru enþá til staðar frá þessum frækna sigri en Sandor Matus stendur enþá sem klettur í markinu og auðvitað er Jóhann Helgason kominn aftur á miðjuna eftir smá fjarveru. Þá stendur Doktorinn enþá á hliðarlínunni og er tilbúinn að fórna mörgu fyrir 3 stig.

Tvisvar sinnum hefur KA skorað 4 mörk í nágrannaslag bæði skiptin 4-0 sigrar, sá fyrri kom í boganum 10.mars 2004 í deildabikarnum þar sem Jóhann Þórhallsson skoraði fyrstu 3 mörkin og jaxlinn Kristján Elí Örnólfsson kláraði svo dæmið á 77. mínútu.

Seinni sigurinn kom 18.júlí 2006 á Akureyrarvelli þar sem títtnefndur Hreinn Hringsson skoraði þrennu og Almarr Ormarrsson skoraði 1. 

Í þessum 51 mótsleik liðanna hafa Þórsarar unnið 22, KA 18 og 11 sinnum hefur verið jafnt. KA hefur þó skorað 70 mörk gegn 67 hjá Þór. 

Í deildarleikjum liðana hafa áhorfenda tölur farið uppí og trúlega uppfyrir 1500 manns og vil ég að við komumst uppí 2000 manns og TROOOOOOOÐFYLLUM OKKAR HEIMAVÖLL!

Nú er að bara að hita sig upp með góðum KA myndböndum og MÆTA TVÍEFLD TIL LEIKS Á MORGUN OG STYÐJA OKKAR MENN TIL SIGURS! KA verða með trommur á leiknum og ekki hugsa bara "Þeir sjá um þetta" ÞÚ ert KA MAÐUR, ÞÚ átt að SYNGJA MEÐ "ÁFRAM KA", EKKI láta bara Ömmul Laugu ÖSKRA á dómarann, ÖSKRUM Á LEIKEMMNINNA OKKAR OG SÝNUM ÞEIM AÐ VIÐ ERUM EKKI BARA KA MENN ÞEGAR VEL HEFUR GENGIÐ, HJÁLPUM ÞEIM TIL SIGURS Í STÆRSTA LEIK Á AKUREYRAVELLI Í MÖRG HERRANS ÁR!  ÁFRAM KA, ALLTAF!!

Leikurinn hefst klukkan 20:00 en boðið verður uppá grillaðar pylsur og safa frá klukkan 18:30. Dómari verður Gunnar Jarl Jónsson og honum til aðstoða Birkir Sigurðsson og Jóhann Óskar Þórólfsson.

Hérna er myndband sem sýnir mörk og fögnuð KA manna 1989 þegar liðið varð íslandsmeistari og undir á kafla er lýsing Bjarna Fel.


Hérna er stutt "upphitunarmyndband" fyrir leikinn með góðum mörkum og fagnaðarlátum

ÁFRAM KA MENN!!!
Thing can only get better!
 
Við getum haft stuð og stemmingu, Mætum á völlinn og styðjum OKKAR MENN! VIÐ ERUM KA MENN, AKUREYRARSTOLTIÐ!!