KA - Fram á laugardaginn í Lengjubikarnum

David Disztl verður líklega með á laugardaginn.
David Disztl verður líklega með á laugardaginn.
KA og Fram mætast nk. laugardag í Lengjubikarnum hér í Boganum. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðar á vormánuðum en hann hefur verið færður til laugardagsins 6. mars.

Leikurinn hefst kl. 17:30 í Boganum og hvetjum við alla til að mæta í Bogann. Fram hafa unnið báða sína leiki til þessa í riðlinum, gegn Leikni og Selfossi á meðan KA eru búnir að tapa sínum leikjum.

Tapleikurinn gegn Selfossi um sl. helgi var reyndar nokkuð góður leikur hjá liðinu en í síðari hálfleik fengu þeir marktækifæri sem þeir áttu svo sannarlega að nýta og einnig skot í þverslá.

Markahrókurinn David Disztl verður kominn til landsins fyrir laugardaginn og líklegt að hann fái einhverjar mínútur í gulu treyjunni en hann skoraði átján mörk á síðasta tímabili og þar af þrjú í síðasta leiknum gegn HK og vonandi er að hann haldi áfram á sömu braut.