Á morgun fer fram fyrsti mótsleikur okkar manna á árinu og nýju tímabili þegar þeir mæta Völsungum í leik sem er hluti af
Soccerademótinu.
Liðin mættust í þessu sama móti í fyrra þar sem KA-menn fóru með 11-0 sigur af hólmi í leik sem

var augljóslega mjög
fjörugur en Almarr Ormarsson núverandi leikmaður Fram skoraði þrennu í fyrri hálfleik.
Leikurinn hefst kl. 14:15 í Boganum og hvetjum við alla KA-menn til að leggja leið sína í Bogann.
Daginn eftir leikur síðan B-lið KA sem leikur í A-riðli mótsins gegn Tindastól. Sá leikur verður annaðhvort 16:15 eða 17:00. Frá
því verður greint á morgun þegar leiktími verður ákveðinn.
Mynd: Hart barist í 11-0 leiknum seinasta vetur.