KA 2 sigraði Samherja á Soccerade - mótinu í gær

Fyrsti leikur KA á Soccerade mótinu fór fram í gær en það voru strákarnir í 2. flokk sem riðu á vaðið. Öttu þeir kappi við nágranna okkar úr Eyjarfjarðarsveit, Samherja. Skemmst er frá því að segja að strákarnir unnu leikinn 3-1 og eru nú efsta sæti riðilsins með 2 stig og bestu markatölu. Næstu helgi helgi tekur meistarflokkur (KA1) á móti 2. flokk Þórs, föstudaginn 15. jan kl 19:45 og á laugardag mætir 2. flokkur (KA2) Draupni kl 14:15.