KA áfram í Vísabikarnum eftir sigur á Dalvík/Reyni

Okkar menn komust áfram 32 liða úrslit í Vísabikarnum eftir sigur á Dalvík/Reyni í dag. Leikurinn fór fram í ágætis veðri á Akureyrarvelli og þrátt fyrir dræma mætingu var nokkur hávaði og stemming á vellinum þar sem klapp lið beggja liða lögðu sitt af mörkum.

Dalvíkingar áttu fyrsta mark leiksins á 5. mínútu úr víti en Norbert Farkas jafnaði metin með skalla marki á 28. mínútu. Þrátt fyrir að okkar menn væru mun betri í seinni hálfleik tókst okkur ekki að nýta marktækifærin, líkt og í leiknum við Fjarðabyggð, og þurfti því að framlengja en staðan var jöfn, 1-1, eftir venjulegan leiktíma.

Í framlengingunni áttu okkar menn leikinn og settu 3 mörk. Það voru þeir Steinn Gunnarsson, Bjarni Pálmason og Guðmundur Óli Steingrímsson sem skoruðu þau.

Mynd: Úr leik KA og Dalvík/Reynis á Powerademótinu 2008.