Leikmenn meistaraflokks látnir leysa þraut áður en að þeir voru kynntir...
KA dagurinn sem haldinn er hvert ár og markar upphaf starfs yngriflokka KA var í dag. Fjöldi iðkenda og aðstandenda mættu á svæðið, greiddu
æfingagjöld, keyptu KA varning og nutu veitinga. Meistaraflokkar KA og Þórs/KA voru kynntir fyrir viðstöddum og léku leikmenn þeirra við
ungukynslóðina.
Veðurguðirnir voru þó ekki hliðhollir KA í þetta skiptið og þurfti því að færa þá dagskrá og leiki sem fram
átti að fara úti inn. Góð stemming var á svæðinu og skemmtu sér allir vel. Það voru svo nokkrar KA konur með Kristínu
Jóhanns fremsta í flokki sem bökuðu vöflur ofan í alla. Æfingar yngriflokka hefjast svo á mánudaginn og færist þá mikið
líf yfir KA svæðið sem legið hefur í dvala síðan í haust.