KA fær Akureyrarvöllinn

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt samkomulag við KA vegna notkunar og reksturs Akureyrarvallar sem fyrirhugað var að rífa fljótlega.

Samkomulagið er gert í tengslum við frestun framkvæmda á KA-svæðinu en eins og flestir vita þá átti að gera glæsilegan gervigrasvöll og stúku með öllu en það var blásið af í bili þegar kreppan svokallaða skall á.

Þá var þegar búið að grafa risavaxna holu á æfingasvæðið í völlinn sem hefur verið notaður sem keppnisvöllur fyrir yngri flokka síðastliðin sumur og KA því nánast heilum velli fátækari.

Með þessu samkomulagi er æfingaaðstaða fyrir KA tryggð þar til hægt verður að hefja framkvæmdir aftur. Félagið mun hafa aðgang að Akureyrarvellinum næsta sumar og síðan sjá einfaldlega um rekstur vallarins frá og með vorinu 2010 þar til framkvæmdum er lokið á KA-svæði.

Tengdar fréttir:
Engar framkvæmdir í bráð - Það verður þökulagt aftur