Fyrsti leikur sumarsins fór fram í Boganum í gær þar sem KA tók á móti Fjarðabyggð. Grasvellirnir eru ekki orðnir nægilega
góðir og því var keppt innandyra á gervigrasinu í Boganum.
KA 2 – 2 Fjarðabyggð
0-1 Guðmundur Atli Steinþórsson (´3)
1-1 Arnar Már Guðjónsson (´13)
2-1 Steinn Gunnarsson (´57)
2-2 Vilberg Marinó Jónasson (´79)
Umfjöllun á Fótbolta.net
Leikskýrslan á KSÍ
Sandor
Túfa - Norbert - Janez - Ingi
Dean M. - Guðmundur Ó. - Arnar Már. - Steinn G.
Andri Fannar
Almarr (F)
Varamenn: Steinþór Már (M), Haukur Heiðar(Dean, 72mín), Hjalti Már(Steinn, 69mín), Þórður Arnar,
Sveinn Elías Jónsson(Andri Fannar, 79mín)
Vinir Sagga voru að sjálfsögðu mættir og sungu söngva og studdu frábærlega

við bakið á liðinu.
Fjarðabyggð mættu ákveðnir til leiks og skoruðu strax á þriðju mínútu þegar Guðmundur Atli Steinþórsson komst einn
í gegn og skoraði framhjá Sandor í markinu. KA-menn virtust ekki vera mættir til leiks og opnaðist vörnin mikið þegar Guðmundur slapp í
gegn.
KA-menn voru hins vegar ekki lengi að svara fyrir sig en á þrettándu mínútu kom jöfnunarmarkið. Þar var að verki Arnar Már sem
skoraði í sínum fyrsta deildarleik eftir flottan undirbúning Dean og Inga. Ingi tók aukaspyrnu stutt út á vinstri kantinum upp á Dean sem sendi
fyrir beint á kollinn á Arnari sem kláraði með góðum skalla.
Eftir þetta róaðist leikurinn en á 40. mínútu var Andri Fannar við það að sleppa í gegn en markvörður Fjarðabyggðar kom
út á móti honum og truflaði hann en Andri potaði boltanum framhjá honum. Boltinn endaði hins vegar hjá Almarri sem á skot framhjá
úr dauðafæri. Eftir þetta gerðist fátt markvert og dómarinn flautaði til hálfleiks.
Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði en á 57. mínútu slapp Dean í gegn og skaut yfir markmanninn sem hafði komið langt út
úr markinu. Haukur Ingvar fyrrum varnarmaður KA og

núverandi fyrirliði Fjarðabyggðar náði á ævintýralegan hátt að bjarga á línu.
Andri Fannar náði boltanum þó og renndi honum út á Stein sem skaut góðu skoti upp í fjærhornið og staðan orðin
2-1.
Eftir markið voru KA-menn mjög líflegir og áttu marga góða spretti. Á 61. vann Almarr boltann af varnarmönnum Fjarðabyggðar en skot hans
fór rétt framhjá úr vítateignum.
Á 79. mínútu áttu KA-menn skyndisókn, Haukur Heiðar nýkominn inn sem varamaður bar boltann upp, sendi upp í hornið á Almarr sem
reyndi að koma boltanum fyrir en markmaður Fjarðarbyggðar varði boltann út í teiginn þar sem Haukur átti skot en aftur varði Srdjan Rajkovic.
Eftir það geystust Fjarðabyggð upp í sókn þar sem varnarmenn KA misreiknuðu fyrirgjöf frá hægri og inn í teiginn var mættur
Vilberg Jónsson sem skoraði fyrir Fjarðabyggð. Tvö klaufaleg mörk komin og var vörnin ekki á tánum í mörkunum tveimur.
Eftir markið skiptust liðin á að eiga sóknir og var leikurinn mjög opinn. Sveinn Elías átti skot rétt yfir úr dauðafæri
á 86.mínútu en hann hafði komið inn á fyrir Andra rétt áður. Leikurinn var mjög

fjörugur undir lokin og hefðu bæði lið getað
klárað leikinn á lokamínútunum, en hvorugu liðinu tókst að skora og fyrsti leikur sumarsins endaði því með jafntefli.
KA-menn voru að spila fínan fótbolta á köflum og hefðu alveg eins getað unnið þennan leik. Þeir fengu fín færi en náðu
ekki að klára þau. Vörnin virkaði klaufaleg í mörkunum og er það vonandi ekki það sem koma skal í sumar.
Næsti leikur er í Víkinni gegn Víkingum Reykjavík á sunnudaginn og ljóst er að þar verður um hörkuleik að ræða
þar sem ekkert verður gefið eftir en Víkingum er spáð toppsæti deildarinnar.
- davíð rúnar bjarnason