Fyrir rúmri viku léku KA-menn æfingaleik gegn Tindastól í Boganum sem lauk með 8-1 sigri þeirra gulklæddu.
KA 8 - 1 Tindastóll
Mörk KA: Bjarni Pálmason 4, Dean Martin, Árni Arnar
Sæmundsson, Númi Stefánsson, Sigurjón Fannar Sigurðsson.
Sandor
Haukur Hei. - Norbert - Sigurjón - Sveinbjörn
Arnar M. (F)
Dean M. - Guðmundur Ó. - Andri F. - Steinn G.
Bjarni P.
Þeir sem komu inn á: Ómar Friðriksson, Jakob Hafsteinsson, Árni Arnar Sæmundsson, Númi Stefánsson, Srdjan
Tufegdzic, Haukur Hinriksson, Arnór Egill Hallsson, Ingi Freyr Hilmarsson.
KA-menn höfðu yfirhöndina allan leikinn og komust fljótlega yfir en þar var að verki Bjarni nokkur Pálmason sem lék frammi með liðinu en í
sumar lék hann með Hvöt. Hann átti svo eftir að bæta við þremur mörkum í viðbót þegar á leið.
Allir fengu sinn spiltíma og sýndi liðið oft á tíðum fínar rispur gegn gestunum frá Sauðárkrók.
Næsti leikur er á morgun gegn úrvalsdeildarliði Fjölnis fyrir sunnan en sá leikur er hluti af Lengjubikarnum.
Mynd: Bjarni Pálmason í baráttunni í KA-búningnum á Akureyrarvelli sumarið 2006.