Um helgina fór fram Greifamót KA í þriðja flokki karla í Boganum en alls voru sex lið mætt til leiks og leikið var frá föstudegi til
sunnudags.
KA mætti með eitt lið til leiks, Þór var með tvö, BÍ eitt, Fjarðabyggð/Leiknir eitt og svo Höttur frá Egilsstöðum eitt. Leikin
var einföld umferð - allir við alla og stóðu KA-menn uppi sem sigurvegarar, taplausir og einungis eitt mark fengið á sig.
Strákarnir unnu alla leikina nema 1-1 jafnteflisleik gegn Þór1 en þar hefðu þeir hæglega getað tekið öll stigin eftir að hafa fengið
tvö góð færi til að klára leikinn.
Þjálfari þeirra er Ásgeir Örn Jóhannsson en Slobodan Milisic leysir hann út mars og stýrði hann liðinu einmitt í
mótinu.
Við óskum strákunum til hamingju með þennan árangur og vonandi ná þeir að fylgja honum eftir í sumar en þeir leika í B-deild
Íslandsmótsins í þriðja flokki.
Mynd: Sigurliðið á Greifamótinu 2009.