KA könnurnar komnar í sölu!

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur hafið sölu á forláta könnum sem merktar eru KA og nafni þess er kaupir könnuna. Þetta stóra og fallega drykkjarmál kostar aðeins 1.250 kr. Því er beint til allra KA félaga að eignast þessa forláta könnu sem nota má sem t.d. jólagjöf, afmælisgjöf, sumargjöf eða bara drykkjarmál fyrir þig! Það skal tekið fram að sölu likur þann 4. april. Því er KA félögum nær og fjær til sjávar og sveita bent á að hafa hröð handtök og hafa samband við Gunnar nokkurn Nielsson yfirmann könnusölu i síma 8606751 eða á email bjorgun@isl.is