Í gærkvöldi tóku KA-menn á móti toppliði deildarinnar, Eyjamönnum, á glæsilegum Akureyrarvellinum. KA-menn sýndu mikinn karakter
í leiknum og uppskáru 2-1 sigur og fjórða sætið í bili.
KA 2 – 1 ÍBV
1-0 Elmar Dan Sigþórsson ( ´43)
1-1 Ingvi Rafn Ingibergsson ( ´76)
2-1 Steinn Gunnarsson ( ´88)
Umfjöllun á Fótbolta.net
Staðan í deildinni
Leikskýrslan
Sandor
Haukur Hei. - Elmar (F) - Janez - Hjalti
Túfa
Dean M. - Arnar M. - Norbert - Andri Júl.
Gyula
Varamenn: Andri Fannar Stefánsson ( Túfa, 79mín) , Steinn Gunnarsson (Gyula, 77mín), Magnús Blöndal, Arnór Egill
Hallsson og Orri Gústafsson.
Fáir áhorfendur voru mættir til leiks þegar leikurinn var flautaður á en það fjölgaði töluvert er á leikinn leið og létu
Vinir Sagga vel í sér heyra þegar þeir

komu. Aðstæður voru eins og best verður á kosið nánast logn og prýðilegur hiti.
Fyrir leikinn var KA í fimmta sæti með 23 stig en ÍBV voru á toppnum með 43 stig og höfðu unnið alla sína leiki nema þrjá í
sumar.
Bæði liðin áttu nokkur hálf færi í byrjun leiks en ekkert sem markverðir liðanna hefðu þurft að hafa áhyggjur af. Fyrsta
færi okkar heimamanna fékk Dean Martin eftir að Hjalti hafði senda langa sendingu á Dean sem var aleinn og náði skalla á markið en Albert
Sævarsson átti ekki í miklum vandræðum með að verja.
Á 35. mínútu fengu Eyjamenn hættulegt færi en þá átti Bjarni Rúnar Einarsson góða fyrirgjöf á markahrókinn
Atla Heimisson sem lék á varnarmann KA og átti hörku skot sem Sandor þurfti að hafa sig allan við til að verja í horn.
Það var síðan á markmínútunni miklu sem að KA komst yfir. KA fékk þá hornspyrnu og hana tók að sjálfsögðu
þjálfarinn Dean Martin

. Hann hiti
beint á Elmar Dan sem kom aðvaðandi og skaut boltanum á lofti lagleg framhjá Sævari í marki gestanna. Fátt annað markvert gerðist í
fyrri hálfleik og KA menn leiddu því í hálfleik.
Í síðari hálfleik lá heldur meira á KA menn og voru Eyjamenn mun líklegra að jafna en við að auka forystuna. Augustine Nsumba og Atli
Heimisson voru báðir mjög skeinuhættir og átti nokkur ágætis færi.
Atli Heimisson komst mjög nálægt því jafna fyrir ÍBV á 69. mínútu. Eyjamenn áttu þá aukaspyrnu rétt fyrir utan
vítateig og Atli skrúfaði boltann yfir vegginn og var boltinn á leiðinni í blá hornið en Sandor varði þá meistaralega í
horn.
Skömmu seinna fékk Andri Júl sannkallað dauðafæri. Hann slapp þá einn í gegn en varnarmaður ÍBV var alveg í bakinu á
honum og Andri skaut en boltinn yfir og hefðu hann getað gert út um leikinn hefði boltinn farið inn.
Þremur mínútum síðar eða á 76. mínútu jöfnuðu Eyjamenn metinn. Augustine Nsumba fór þá illa með Hjalta
út við hliðalínu og sendi boltann á Andra Ólafsson sem gaf boltann fyrir og þar var Ingvi Rafn Ingibergsson réttur maður á réttum
stað og lagði boltann snyrtilega framhjá Sandor í markinu.
Allt útlit var fyrir að jafntefli yrðu lokatölur leiksins en svo reyndist ekki. Andri Júl fékk þá boltann út við hliðarlínu og gaf
boltann á Stein Gunnars sem hafði stungið sér framfyrir einn varnarmann ÍBV og skaut boltanum laglega fra

mhjá Alberti í marki ÍBV. Eftir þetta reyndu Eyjamenn
hvað þeir gátu að jafna en þeim tókst það ekki og 2-1 sigur KA því staðreynd.
KA sýndi hreinlega í leiknum hvers þeir eru megnugir. Liðið sýndi mikinn karakter í því að koma til baka og ná að sigra.
Þetta var aðeins fjórði leikurinn í sumar sem ÍBV fara stigalausir frá. Með sigrinum komst KA upp í fjórða sætið í
bili að minnsta kosti en Haukar eiga leik til góða. En ÍBV er sem fyrr á toppnum og vantar þá nú aðeins fjögur stig til að komast
upp.
Næsti leikur er síðan gegn Leikni R. fyrir sunnan og eru allir KA menn á Reykjavíkursvæðinu hvattir til að leggja leið sína í
Breiðholtið á föstudaginn næsta kl. 18.30. Næsti heimaleikur er síðan af dýrari gerðinni en þá mætum við erkifjendum okkar
í Þór á Akureyrarvelli miðvikudaginn 3. september og hefst hann kl.18.00.
- Aðalsteinn Halldórsson
Myndir í grein frá Þóri Tryggva.