Soccerade: KA í úrslit eftir sigur á Dalvík

KA vann Dalvíkinga í úrslitaleik riðils síns í Soccerade-mótinu í dag. Fóru leikar 3-2 eftir að Dalvíkingar höfðu náð forustunni. Andri Fannar setti tvö mörk og Orri Gözza eitt.
KA vann alla leikina í riðlinum og spilar úrslitaleikinn á mótinu gegn Stubbi og félögum hans í Völsungi. Leikurinn verður spilaðursunnudaginn 14. febrúar kl 18:15. Strax á eftir munu Þór og Dalvík berjast um þriðja sætið á mótinu.
KA2 steinlá fyrir Þór í gærkvöldi 12-2.